Skeytamiðlun Advania

Fyrirtæki og stofnanir geta með einföldum hætti tekið upp pappírslaus viðskipti. Advania býður upp á heildarlausnir fyrir fyrirtæki, jafnt stór sem smá. Tilkostnaður við að taka upp pappírslaus viðskipti er lítill en hagræðingin mikil.


NES-viðskiptastaðallinn

Frá árinu 2005 hefur verið unnið að samnorrænum staðli fyrir rafræn viðskipti. Staðallinn kallast NES og á rætur að rekja í EDI-heiminn. NES staðallinn býður upp á ýmis form viðskipta, allt frá einföldum reikningum til flókinna innkaupaferla. Skeytamiðlun Advania styður að fullu flutning á NES-skeytum. Með því að stunda rafræn viðskipti í gegnum Skeytamiðlun Advania er búið að tryggja öryggi og auka hagræði við meðhöndlun gagna.